5. fundur
framtíðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. janúar 2023 kl. 11:30


Mætt:

Logi Einarsson (LE) formaður, kl. 11:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 11:30
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 11:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 11:55
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 11:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 11:30
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 11:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 11:30

Gísli Rafn Ólafsson vék af fundi kl. 12:17 og Halldóra Mogensen tók hans sæti.
Ágúst Bjarni Garðarson og Orri Páll Jóhannsson boðuðu forföll.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir

Bókað:

1) Formanns- og varaformannsskipti framtíðarnefndar Kl. 11:35
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður með öllum greiddum atkvæðum. Þingmenn úr röðum stjórnarliða og stjórnarandstæðinga gegna formennsku og varaformennsku framtíðarnefndar á víxl eitt ár í senn. Logi Einarsson er fráfarandi formaður.

2) Fundargerð Kl. 11:40
Fundargerðir 3. og 4. fundar 153. löggjafarþings voru samþykktar.

3) Hugveita og sviðsmyndagreiningar Kl. 11:45
Samþykkt var einróma að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Logi Einarsson og Jón Magnússon, deildarstjóri fjárlaga- og greiningardeildar sitji í stýrihópi hugveitu og sviðsmyndagreiningar framtíðarnefndar. Hlutverk stýrihópsins er að hafa eftirlit með framkvæmd verkefnisins. Rætt var um næstu skref verkefnisins.

4) Samstarf framtíðarnefndar og þjóðaröryggisráðs Kl. 12:10
Rætt var um mögulegar dagsetningar fyrir rafræna vinnustofu framtíðarnefndar og þjóðaröryggisráðs með fulltrúa framtíðarhóps finnska forsætisráðuneytisins.

5) Önnur mál Kl. 12:30
Formaður kynnti boð á tvær ráðstefnur erlendis sem fjalla um framtíðarfræði og voru boðin afþökkuð.

Rætt var um dagskrárliði næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00